Leigusamningur. Kostnaður vegna útkalls öryggisvarðar.
Við upphaf leigutíma var leigjanda gerð grein fyrir því að ef að reykskynjari færi í gang við eldamennsku þyrfti leigjandi að afboða útkall Securitas, fara að brunaviðvörunarkerfi og slökkva á bjöllu og enduræsa svo kerfið skv. leiðbeiningum. Þetta væri mikilvægt til að leigjandi yrði ekki fyrir „gríðalegum kostnaði“ vegna útkalls Securitas. Þann 13. september fer reykskynjari leigjanda í gang. Samkvæmt leigjanda tók það langan tíma að slökkva á bjöllunum því þær byrjuðu alltaf aftur og tók því langan tíma að endurræsa kerfið. Þegar leigjandi var að hringja inn í Securitas hafði öryggisvörður mætt og var útkallið því skráð. Í kjölfarið fær leigjandi kröfu í heimabanka vegna útkalls. Í leigusamningi aðila voru ítarlegar leiðbeiningar um öryggiskerfið og hvernig skyldi bregðast við ef reykskynjari færi í gang og ekki væri um elda að ræða. Einnig að kostnaður vegna útkalls myndi lenda á viðkomandi leigjanda.
Kærunefndin rakti ákvæði samningsins þar sem fram kom að viðkomandi kerfi væri í húsinu og hvernig bregðast ætti við ef það færi í gang m.a. vegna reykskynjara. Nefndin taldi leigjanda ekki hafa farið eftir fyrirmælum í samningi né þeim leiðbeiningum er héngu víðsvegar um húsnæðið. Byrja átti á því að afboða Securitas, slökkva svo á bjöllum og að endingu endurræsa kerfið. Þetta verði að teljast eðlileg forgangsröðun er leigjandi sinnti ekki sem leiddi til þess að öryggisvörður kom.
Niðurstaða: Leigjanda gert að bera kostnað vegna útkalls öryggisvarðar.