Aðilar gerðu mér sér ótímabundinn leigusamning á herbergi í Reykjavík frá 1. desember 2021, snýr ágreiningur aðila um endurgreiðslu tryggingarfjár. Leigusali lét ekki málið til sin taka fyrir kærunefndinni og því var úrlausn málsins einungis byggð á gögnum frá leigjanda.
Leigjandi skrifaði undir leigusamning þann 1. desember en þann 3. desember greiðir leigjandi leigusala 85.000 kr. í leigu sem og sömu upphæð í tryggingarfé. Þann sama dag kemst leigjandinn af því að leigusali hafi leigt öðrum aðila herbergið. Leigusali bauð leigjanda annað herbergi og eftir nokkrar viðræður var niðurstaðan sú að þau herbergi er leigusali bauð fram stóðust ekki væntingar. Leigjandi óskaði eftir endurgreiðslu á leigu og tryggingarfé. Leigjandi kvaðst hafa fengið leiguna endurgreidda en leigusali hafnaði endurgreiðslu á tryggingarfé þar sem mikið ómak hafði verið við þetta ferli. Kærunefndin taldi ekki neina sönnun liggja fyrir því að leigusali hafði gert skriflega kröfu í tryggingarféð eins og húsaleigulög kveða á um og þegar af þeirri ástæðu bar honum að skila trygginfarfé til leigjanda.
Niðurstaða: Leigusala ber að skila tryggingarfé ásamt vöxtum frá 3. desember.