Search
Close this search box.

Mál nr. 82/2023-Úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. maí 2022 – 1. maí 2024. Í janúar 2023 hafi þeir svo komist að samkomulagi um snemmbúin skil eignarinnar þann 1. apríl 2023. Við upphaf leigunnar hafði leigjandi lagt út tryggingarfé að fjárhæð alls 280.000 kr. en við skil hafi leigusali eingöngu endurgreitt 153.073 kr. til baka.

Byggðu kröfur leigusala á margvíslegum þáttum, einn liðurinn laut að skemmdum á grindverki, annar að skemmdum blandara, þriðji að ofgreiddum rekstrarkostnaði og sá fjórði og síðasti seinbúnum skilum.

Kröfunum var komið áleiðis til leigjanda innan tímamarka, þ.e. innan fjögurra vikna frá skilum og leigjandi hafnað þeim skömmu síðar. Leigusali hafi aftur á móti ekki borið ágreining um bótakröfur sínar fyrir kærunefndina innan frests, þ.e. innan fjögurra vikna eftir að kröfum var hafnað og þar með glatað rétti sínum til bóta.

Sökum þess var kröfu leigusala um bætur vegna viðgerðar á girðingu og kostnaði fyrir nýjan blandara hafnað. Af sömu ástæðu hafnaði nefndin kröfu leigusala um endurgreiðslu á ofgreiddum orkukostnaði en leigjandi hafði ekki skráð sig fyrir mælum og leigusali því fengið reikninga senda til sín.

Nefndin féllst þó á kröfu leigusalans er laut að vangreiddri leigu daganna 1. – 5. apríl, en það lá fyrir í málinu leigjandi hafði ekki skilað eigninni af sér fyrr en þann 5. Um kröfur leigusala í tryggingarfé vegna vangoldinnar leigu gilda eilítið frábrugðnar reglur en um almennar bótakröfur í tryggingarfé og tímafrestir ekki jafn afdráttarlausir.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur