Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 3. september 2019 til 3. september 2022. Ágreiningur snéri að endurgreiðslu tryggingarfjár. Niðurstaða kærunefndarinnar var að samkvæmt gögnum málsins hafði leigusali hvorki gert skriflega grein fyrir kröfu í tryggingarféð né hafði hann uppi áskilnað um það. Þar sem slík krafa eða áskilnaður var ekki gerður skv. 1. málsl. 4. mgr. 40. gr. húsaleigulaga bar leigusala að endurgreiða tryggingarféð ásamt vöxtum.