Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. júlí 2020. Ágreiningur snéri að því hvort leigusala væri heimilt að halda eftir 354.059 kr. af tryggingarfé leigutaka vegna skemmda sem urðu á hinu leigða á leigutímanum. Leigutaki krafðist þess að kröfum leigusala yrði hafnað á grundvelli þess að fjögurra vikna tímafrestur til þess að gera kröfu í tryggingarfé hafi verið liðinn þegar krafan kom fram. Kærunefndin féllst á endurgreiðslu á tryggingarfé á grundvelli 4. tl. 1. mgr. 40. gr. húsaleigulaga að undanskildum 10.000 kr. sem leigutaki samþykkti að greiða vegna brotinnar klósettsetu.