Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 – 28. febrúar 2021. Eftir að umsömdum leigutíma lauk sammæltust aðilar um að halda leigunni áfram og var eigninni að endingu skilað þann 10. október 2022. Um 9 mánuðum síðar, þ.e. í júlí 2023 barst leigjanda svo krafa um greiðslu ógreiddra verðbóta en samkvæmt samningi milli aðila var leigufjárhæðin bundin vísitölu neysluverðs. Leigjandi bar málið undir kærunefnd húsamála og krafðist niðurfellingar á kröfunni. Á það féllst nefndin á þeim grundvelli að leigusali hafi sýnt af sér tómlæti og krafan ekki komið fram fyrr en löngu eftir að leigu lauk.