Mál nr. 7/2022 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2021 um leigu á íbúðarhúsnæði. Ágreiningur er uppi um hvort leigjanda ber að greiða leigu vegna september og október 2021.

Um er að ræða leigusamning íbúðarhúsnæðis til námsmanns. Leigusamningur var tímabundinn en með uppsagnarákvæði sbr. heimild í 3. mgr. 2. gr. húsaleigulaga. Leigjandi lauk námi í júní 2021 og óskaði eftir því við leigusala að fá að skila íbúðinni 15. september eða fyrr. Leigusali samþykkti að hafa samband við leigjanda ef sú dagsetning gengi upp. Leigjandi tilkynnir 6. október að leiguhúsnæði hafi verið tæmt og laust til afnota 1. september.

Í leigusamningi aðila kom fram að hætti leigjandi námi á leigutíma falli samningur úr gildi og sé þá leigjanda skylt að rúma húsnæðið að kröfu leigusala innan sjö daga frá því að tilkynning barst. Með vísan til þessa ákvæðis taldi leigjandi sér ekki skylt að greiða leigu vegna september og október. Kærunefndin taldi að ákvæðið veitti ekki leigjanda heimild til að ljúka leigusamningi þegar í stað þegar námi er lokið eða námi er hætt, enda geri ákvæðið ráð fyrir kröfu leigusala um rýmingu. Fram hafði komið að leigusali hafi samþykkt að leigutíma lyki 31. október.

Í 1. mgr. 62. gr. húsaleigulaga segir að sé leigusamningi rift af einhverri ástæðu er fram kemur í 61. gr. skuli leigjandi bæta leigusala það tjón sem leiði beint að vanefnd hans. Hafi leigusamningur verið tímabundinn skuli leigjandi auk þess greiða bætur sem jafngilda leigu til loka leigutíma en ella til þess tíma sem honum hefði verið rétt að rýma húsnæðið samkvæmt uppsögn. Í 2. mgr. sögum greinar segir að leigusali skuli þó strax gera nauðsynlegar ráðstafanir til leigja húsnæðið út sem fyrst gegn hæfilegu gjaldi og skuli þær leigutekjur sem hann þannig hefur eða hafði átt að koma til frádráttar leigubótum. Hefur þessu ákvæði verið beitt með lögjöfnun um tilvik þar sem riftun leigjanda er ólögmæt. Kærunefnd óskaði eftir upplýsingum frá leigusala um hvaða tilraunir hafi verið gerðar til að leigja íbúðina út. Leigusali upplýsti að vegna Covid-19 hafi eftirspurn ekki verið eins mikil og vanalega og hafi íbúðin ekki farið í útleigu fyrr en 1. desember.

Niðurstaða: Riftun leigjanda var ólögmæt og kröfu hennar um endurgreiðslu vegna september og október var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur