Search
Close this search box.

Mál nr. 67/2022 úrskurður

11. október 2022

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2022 til 31. janúar 2023 um leigu leigutaka á stúdíóherbergi leigusala. Ágreiningur er um endurgreiðslu tryggingarfjár og kröfu leigutaka um miskabætur.

Leigutaki greiddi leigu til 15. júní og miðar úrlausn málsins við að hinu leigða hafi verið skilað þann dag. Í greinargerð leigusala gerir hann kröfu í tryggingarféð vegna skemmda sem hafi orðið á hinu leigða á leigutíma sem og þrifa við lok leigutíma.

Engin gögn styðja að gerð hafi verið skrifleg krafa í tryggingaféð vegna þessa innan fjögurra vikna frá skilum leigutaka á hinu leigða líkt og áskilið er, sbr. 4. mgr. 40. gr. húsaleigulaga. Er leigutaka því jafnframt óheimilt að halda tryggingarfénu vegna bótakrafna.

Vegna kröfu leigutaka um viðurkenningu á rétti hans til miskabóta ber að líta til þess að hlutverk kærunefndar húsamála hvað varðar réttarsamband leigusala og leigjenda snýr að úrlausn ágreinings um gerð og/eða framkvæmd leigusamninga samkvæmt 1. mgr. 85. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994, sbr. 44. gr. laga nr. 63/2016. Er það því ekki á valdsviði nefndarinnar að taka til efnismeðferðar kröfu sóknaraðila um miskabætur og er henni því vísað frá.

Niðurstaða: Leigusala ber að endurgreiða leigutaka tryggingarfé að fjárhæð 95.000 kr. Kröfu leigutaka um miskabætur er vísað frá.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur