Search
Close this search box.

Mál nr. 66/2023-Úrskurður

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning haustið 2022. Skömmu síðar hófst ágreiningur milli aðila þar sem leigusali taldi að leigjandi hafi ekki útvegað tryggingu í samræmi við efni samningsins við afhendingu eignarinnar. Aðal ágreiningurinn laut þó að leigugreiðslum sem bárust samkvæmt leigusala fremur seint. Hafi leigusali af þeim sökum sagt leigusamningnum upp í upphafi árs 2023 með 6 mánaða uppsagnarfresti. Meðan á uppsagnarfresti stóð hafi leigugreiðslur jafnframt tafist og í apríl hafi leigusali sent greiðsluáskorun til leigjanda með aðstoð frá lögmanni. Leigjandi hafi greitt leiguna innan greiðsluáskorunarfrestsins. Í maí hafi sama staða komið upp. Þann mánuðinn greiddi leigjandi aftur á móti ekki innan frests greiðsluáskorunnar og samningnum þar með rift.

Deilt var um kröfu leigusala í ábyrgð leigjanda. Byggði krafa leigusala fyrst og fremst á vangreiddri leigu, útlögðum kostnaði við vinnu lögmanns sem og vanskilakostnaði sem hún varð fyrir vegna seinbúinna leigugreiðslna, en afborganir af lánum leigusala voru á gjalddaga í upphafi hvers mánaðar.

Námu kröfur leigusala í tryggingu leigjanda alls 447.420 kr. Við rekstur málsins samþykkti leigjandi aftur á móti kröfu er laut að vangreiddri leigu daganna 1.-24 maí og kröfu um dráttarvexti þeirrar fjárhæðar öðrum kröfum leigusala var aftur á móti hafnað.

Í niðurstöðu kærunefndarinnar þurfti því eingöngu að taka fyrir kröfu leigusala um útlagðan kostnað sem samanstóð líkt og framangreinir af vinnu lögmanns fyrst og fremst en jafnframt birtingu riftunar, sendingu greiðsluáskoranna í ábyrgðarpósti, lásaskiptum og þar handan. Auk kröfu um bætur vegna tjóns sem leigusali taldi sig verða fyrir vegna seinbúinna leigugreiðsla og vanskilakostnaðar af lánum.

Var það niðurstaða nefndarinnar að tryggingunni væri ekki ætlað að standa undir kröfum sem þessum og hafnaði þar með umræddum kröfum leigusala í tryggingarféð.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur