Mál nr. 62/2023

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 27. júlí 2021 til 27. júlí 2023. Ágreiningur snéri að endurgreiðslu tryggingarfjár. Leigutaki krafðist þess að leigusali beri að endurgreiða tryggingarfé að fjárhæð 480.000 kr. sem leigutaki hafði lagt fram til tryggingar á réttum efndum við upphaf leigutíma. Leigusali krafðist þess að kröfu leigutaka yrði hafnað. Á leigutímanum eða 19. desember 2023 kviknaði í íbúðinni með þeim afleiðingum að hún varð óíbúðarhæf en viðgerðum á henni lauk 8. maí 2023. Krafa leigusala að til að halda eftir tryggingarfénu var til þess fallin að standa undir lögfræðikostnaði sem þörf hafi verið á vegna ágreinings aðila sem og vegna muna sem hafi orðið fyrir skemmdum í eldsvoðanum en fengust ekki bættar úr tryggingunum. Á grundvelli 39. gr. húsaleigulaga hafnaði kærunefndin kröfunni um lögfræðikostnað þar sem að tryggingarfé er ætlað til tryggingar á leigugreiðslum og skaðabótum vegna tjóns á hinu leigða sem leigjandi beri ábyrgð, ekki til að standa undir kostnaði vegna lögfræðiaðstoðar. Í kæru kom fram að leigutaki hafi boðist til að greiða 100.000 kr. vegna uppþvottavélar, spegils á baðherbergi og viftu. Taldi kærunefndin því ekki vera ágreining um bótaskyldu leigutaka að því leyti. Leigusali taldi að í íbúðinni hafi verið sjö einfaldir gamlir kúplar en að þrír þeirra hafi verið í geymslu þegar að bruninn hafi átt sér stað. Leigutaki hafnaði þeirri kröfu ekki og taldi kærunefndin leigusala heimilt að halda eftir 20.000 kr. vegna þeirra. Kærunefndin taldi að m.t.t. gagna málsins var ekki talið að leigusali hafði gert kröfu í tryggingarféð vegna skápa, ljósleiðaraboxs eða annarra tilgreinda muna innan fjögurra vikna frá skilum íbúðarinnar í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. húsaleigulaga. Hafnaði kærunefndin því kröfum hans umfram það sem fallist var að hér að framan. Taldi kærunefndin því leigusala þurfa að endurgreiða leigutaka eftirstöðvar tryggingarfjársinsað fjárhæð 360.000.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur