Search
Close this search box.

Mál nr. 61/2023

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. Febrúar 2023 – 31. Janúar 2024. Í maí 2023 hafi leigjandi farið þess á leit við leigusala að slíta leigusamningnum fyrr sökum veikindum móðir hennar sem bjó erlendis. Um skamman fyrirvara var að ræða en tókst þó að endingu að finna nýjan leigjanda í eignina um mánaðarmótin maí/júní. Við leit að nýjum leigjanda notaðist leigusali við þjónustu leigumiðlara. Ágreiningur í máli þessu laut fyrst og fremst að útlögðum kostnaði vegna starfa leigumiðlarans.

Nam sú fjárhæð alls 266.600 kr. og krafðist leigusali þess að fá að halda þeirri fjárhæð eftir við endurgreiðslu á tryggingarfé.

Auk þess gerði leigusali kröfu um að draga af tryggingarfénu vangreiddar verðbætur að fjárhæð alls 6.586 kr.

Kærunefndin féllst á kröfu leigusala þess efnis að draga vangreiddar verðbætur frá tryggingarfénu enda báru málsgögn það með sér að samkomulag hafi náðst milli aðila þess efnis áður en málið fór fyrir nefndina. Nefndin hafnaði aftur á móti kröfu leigusala í tryggingarféð vegna útlagðs kostnaðar fyrir leigumiðlara, m.a. með vísun í að tryggingarféð sé reitt fram til tryggingar fyrir réttum efndum á leigugreiðslum og mögulega tjóni á hinu leigða. Krafa leigusala vegna útlagðs kostnaðar fyrir vinnu leigumiðlarans félli aftur á móti hvorki undir vangreidda leigu né bætur vegna tjóns á hinu leigða.

Leigusala var því gert að endurgreiða leigjanda tryggingarféð ásamt vöxtum og dráttarvöxtum að frádregnum vangreiddum verðbótum að fjárhæð 6.586 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur