Search
Close this search box.

Mál nr. 61/2019 úrskurður

Aðilar gerðu munnlegan leigusamning um leigu á íbúð. Leigjandi leigði húsnæðið af leigusala á tímabilinu júlí 2016 til september 2018. Ágreiningur var um hvort leigjanda bæri að greiða reikning leigusala vegna rafmagns og hita á leigutíma. Leigusali krafðist þess að leigjandi greiddi 215.576 kr. vegna notkunar á heitu vatni á leigutíma sem sett var fram með reikningi.

Leigjandi byggði á því að hann hafi mátt ganga út frá því að kostnaður vegna hita og rafmagns væri innifalinn í þeirri leigugreiðslu sem hann hafi innt af hendi mánaðarlega. Leigusali hafði hvorki gert athugasemdir við fjárhæð greiðslna né krafið hann sérstaklega um greiðslu fyrir notkun á heitu vatni fyrr en að leigutíma loknum. Leigusali hafði ekki lagt fram gögn til stuðnings því að kostnaður vegna hita og rafmagns hafi ekki verið innifalinn í 150.000 kr. sem leigjandi var krafin um mánaðarlega. Fjárhæðina greiddi leigjandi athugasemdalaust allt frá 5. júlí 2016, en var fyrst krafinn um greiðslu kostnaðar vegna hita 3. október 2018. Þá var hin umkrafða fjárhæð ekki reiknuð út frá notkun leigjanda heldur um fasta krónutölu, 6.600 kr., á mánuði.

Með hliðsjón af ofangreindu taldi kærunefnd að leigjandi hafi mátt vænta þess að 150.000 kr. væri fullnaðargreiðsla fyrir leigu, rafmagn og hita og að leigusali yrði að bera hallann af því að skriflegur leigusamningur hafi ekki verið gerður í þessu tilviki.

Niðurstaða: Leigusala var óheimilt að krefja leigjanda um greiðslu kostnaðar vegna hita og rafmagns.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur