Search
Close this search box.

Mál nr. 6/2022 úrskurður

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. ágúst 2017 um leigu á íbúðarhúsnæði. Ágreiningur snýr að endurgreiðslu tryggingarfjár og hvort leigjanda ber að greiða leigu vegna tímabilsins 1. til 14. október 2021.

Að sögn leigjanda komst á munnlegur samningur á milli hans og leigusala þess efnis að uppsagnarfrestur væri einungis 1 mánuður en ekki 6 mánuðir eins og húsaleigulögin kveða á um. Uppsögn leigjanda var gerð með skriflegum hætti þann 30. ágúst 2021. Leigusali hafnað því að samkomulag hafi verið gert um að stytta uppsagnarfrest og taldist því 6 mánaðar uppsagnarfrestur frá 1. september 2021. Leigjandi skilaði íbúðinni þann 2. október 2021, þann 11. nóvember óskar leigjandi eftir upplýsingum um það hvort að búið væri að millifæra inn á reikning hans tryggingarfé upp á 520.000 kr. Leigusali kveðst hafa sent drög að uppgjöri til leigjanda þann 18. október til yfirferðar og afgreiðslu. Þann 15. nóvember greiðir leigusali hluta af tryggingarfé til baka og óskar leigjandi eftir því í kjölfarið að fá sundurliðun á því sem dregið var frá.

Kærunefndin óskaði eftir upplýsingum um með hvað hætti leigusali hafi sent drög að uppgjöri en þær upplýsingar bárust ekki. Leigusali hafði dregið af tryggingarfé vegna málunar og standsetningar kr. 217.043. Í leigusamningi aðila kom fram að leigjandi skyldi skila íbúð nýmálaðri við lok leigutíma. Kærunefndin fór yfir ákvæði 22. gr. húsaleigulaga er kveður á um að semja megi sérstaklega um að leigjandi annist á sinn kostnað að hluta eða öllu leyti það viðhald innan íbúðar sem leigusala ber að annast samkvæmt 6. kafla laganna. Ef samið er um slíka skiptingu skal tekið fram  nákvæmlega í leigusamningi til hvaða atriða viðhaldsskylda leigjanda nær. Kærunefndin taldi að þrátt fyrir ákvæði í samningi um að íbúðinni skyldi skilað nýmálaðri þá hefði leigusali ekki tekið fram í samningi að leigjandi væri að taka að sér viðhaldsskyldu er leigusali bæri samkvæmt húsaleigulögunum. Taldi kærunefndin að leigjanda væri ekki bundin við ákvæði í leigusamningi um að honum beri að afhend hið leigða nýmálað, enda liggur ekki fyrir að leiguverð hafi tekið mið af því.

Kærunefndin taldi ekki að gögn málsins sýndu fram á að leigusali hafi lagt fram skriflega kröfu í tryggingarféð innan fjögurra vikna frá skilum íbúðar var því kröfu hans hafnað.

Niðurstaða: Leigusala var heimilt að halda eftir því sem nemur leigu frá 1. – 14. október en gert að endurgreiða eftirstöðvar tryggingarfjársins sem námu 217.043 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur