Aðilar gerðu þrjá tímabundna leigusamninga með gildistíma frá 3. október 2016 til 1. apríl 2019 um leigu á íbúð. Samkvæmt leigusamningi var gefin út ábyrgðaryfirlýsing banka að fjárhæð 510.000 kr. til tryggingar á réttum efndum leigjanda á samningnum. Leigusali gerði kröfu í bankaábyrgðina á þeirri forsendu að leigjandi hafði ekki greitt fyrir notkun rafmagns í samræmi við leigusamning aðila og vegna ástands hins leigða við lok leigutíma.
Leigutíma lauk 1. apríl 2019 og gerði leigusali kröfu í bankaábyrgð leigjanda með bréfi, dags. 26. apríl 2019. Þann 10. maí 2019 hafnaði leigjandi kröfunni og jafnframt upplýsti bankann sem tilkynnt hafði um framkomna kröfu í bankaábyrgðina, um að kröfunni hefði þegar verið hafnað. Þá sendi leigjandi bréfi þar sem kröfunum var hafnað til bankans með tölvupósti 13. maí 2019.
Með hliðsjón af framangreindu taldi kærunefnd liggja fyrir að kröfunni hafi í síðasta lagi verið hafnað með framangreindum tölvupósti leigjanda til bankans 13. maí 2019. Kæra leigusala barst kærunefnd húsamála rafrænt 14. júní 2019 og því ljóst að hún barst ekki innan fjögurra vikna frá þeim degi sem leigjandi hafnaði kröfunni. Því var ljóst að ábyrgðin var fallin úr gildi þegar kæra barst kærunefnd.
Niðurstaða: Kröfu leigusala um að ganga að bankaábyrgð leigjanda var hafnað.