Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2019 um leigu á íbúð. Leigjandi greiddi tryggingarfé að fjárhæð 250.000 kr. við upphaf leigutíma þrátt fyrir að í leigusamningi kæmi fram að tryggingarfé væri 200.000 kr. Samkomulag komst á um að leigusali myndi taka af tryggingarfé leigu vegna apríl mánaðar. Leigjandi skilaði íbúðinni 30. apríl 2019 og samkvæmt rafrænum samskiptum aðila óskaði leigjandi eftir endurgreiðslu tryggingarfjárins 2. júní 2019 en leigusali neitaði endurgreiðslu. Leigusali hélt því fram að skemmdir hefðu fundist í íbúðinni og að hún hafi verið framleigð á leigutíma.
Kærunefnd taldi að ekki lægju fyrir gögn sem studdu það að leigusali hefði gert kröfu í tryggingarféð innan lögbundins frests. Þegar af þeirri ástæðu bar honum að skila tryggingarfénu að fjárhæð 90.000 kr. ásamt vöxtum án ástæðulauss dráttar.
Niðurstaða: Leigusala bar að endurgreiða leigjanda tryggingafé að fjárhæð 90.000 kr.