Mál nr. 54/2023-Úrskurður

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning og var umsamin leigufjárhæð 130.000 kr. og bundin vísitölu neysluverðs. Í upphafi ársins 2023 hafi leigusali sagt leigusamningnum upp og miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest þrátt fyrir að ófrávíkjanleg lagaákvæði kveði á um 6 mánuði. Leigusali hafi í apríl boðið leigjanda að vera 2 mánuði til viðbótar og þaði leigjandi það boð. Leigusali hækkaði leiguna þá enn frekar fyrir maí mánuð – umfram vísitölutengdar hækkanir. Leigjandi mótmælti þeirri hækkun og bauð fram greiðslu leigu samkvæmt samningi. Leigusali veitti leigjanda ekki bankaupplýsingar svo leigjandi greiddi umkrafða fjárhæð með fyrirvara til að komast undan vanefndum. Ágreiningur milli aðila hélt áfram og var krafa leigugreiðslu fyrir júní jafnframt hærri en leigusamningur gerði ráð fyrir. Leigjandi greiddi þá kröfu jafnframt með fyrirvara um réttmæti.

Sendi hún kröfu til nefndarinnar og fór fram á að fá mismuninn endurgreiddan.

Að mati nefndarinnar kvað leigusamningur eingöngu í sér hækkanir í takti við vísitölubreytingar og engin gögn sem bárust nefndinni þess eðlis að samkomulag hefði komist á milli aðila um frekari hækkanir á leigunni. Var það niðurstaða nefndarinnar að leigusala bæri að endurgreiða leigjanda ofgreidda húsaleigu fyrir maí og júní 2023 að fjárhæð alls 82.598 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur