Search
Close this search box.

Mál nr. 53/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 20. september 2018 til 31. maí 2019, um leigu á herbergi. Hins vegar flutti leigjandi úr hinu leigða 31. desember 2018. Næsta dag höfðu nýir leigjendur tekið við íbúðinni. Leigjandi krafðist endurgreiðslu á tryggingarfé að fjárhæð 95.000 kr. Leigusali neitaði endurgreiðslu tryggingarfjárins á þeirri forsendu að leiga hafi ekki verið greidd fyrir janúar 2019 og að leigusamningi lyki 31. maí 2019. Kærunefnd taldi að samhliða því að leigjandi afhenti leigusala eignina og nýir leigjendur tóku við henni 1. janúar 2019 hafi leigusamningur aðila fallið niður. Leigjanda bar því ekki að greiða leigu fyrir 1. janúar til 31. maí 2019 þar sem ekki var um vangoldna leigugreiðslur að ræða í máli þessu. Með hliðsjón af framangreindu var sú krafa sem leigusali gerði í tryggingarféð með tölvupósti 20. janúar 2019 vegna meintra leiguvanskila, ólögmæt.

Leigusali krafðist þess einnig að leigjandi skyldi greiða sér bætur vegna vinnu og álags sem hún hafi orðið fyrir vegna meints samningsbrots. Kærunefnd taldi að þar sem leigusali hafði ekki lagt fram gögn til stuðnings því að hún hafi orðið fyrir fjártjóni vegna þess að samningi aðila lauk 31. desember 2019 eða skýrt bótakröfu sína með öðrum hætti, gerði hún ekki kröfu í tryggingarfé vegna skaðabóta eða hafði uppi áskilnað um það innan lögbundins frest.

Niðurstaða: Leigusala bar að skila leigjanda tryggingarfénu að fjárhæð 95.000 kr. ásamt vöxtum.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur