Tryggingarfé. Kostnaður vegna þrifa.
Við upphaf leigusambands greiddi leigjandi 220.000 kr. tryggingu ásamt 50.000 kr. þrifatryggingu. Við skil hins leigða gerði leigusali athugasemd við að þrifum væri ábótavant. Leigjandi þreif því íbúðina aftur og minntist á það að ef að leigusali væri ekki sáttur eftir þrifin væri til staðar þrifatrygging ef hann þyrfti að fá þrifaþjónustu að skilum loknum. Leigusali endurgreiddi 220.000 kr. trygginguna en hélt eftir 50.000 kr. þrifatryggingu. Krafa leigjanda er endurgreiðsla á þrifatryggingu þar sem leigusali nýtti ekki peninginn í þrif.
Kærunefndin taldi leigjanda ekki hafa samþykkt að leigusali héldi þrifatryggingu eftir heldur að unnt væri að ganga í hana ef þörf væri á aðkeyptri þrifaþjónustu. Þar sem leigusali hafði hvorki gert kröfu í þrifatryggingu né keypt þrifaþjónustu var honum gert að skila 50.000 kr. ásamt dráttarvöxtum
Niðurstaða: Krafa leigjanda um endurgreiðslu á þrifatryggingu er samþykkt.