Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. júní 2022 um leigu leigutaka á þremur herbergjum í íbúð leigusala með aðgengi að stofu, eldhúsi og baðherbergi. Síðar tók leigutaki á leigu fjórða herbergið og var þar með öll herbergi á leigu í íbúðinni. Ágreiningur snéri að lengd uppsagnarfrests. Niðurstaða kærunefndarinnar var að þar sem leigutaki var komin með alla íbúðina á leigu þá gildi ekki lengur uppsagnarfrestur af herbergjum skv. 2. tl. 1. mgr. 56. gr. sem er þrír mánuðir. Uppsagnarfrestur var orðinn 6 mánuðir á grundvelli 3. tl. 1. mgr. 56. gr. húsaleigulaga þar sem íbúðin öll var komin á leigu.