Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. apríl 2021 til 1. apríl 2022 um leigu íbúðarhúsnæðis.
Til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi aðila lagði leigjandi fram tryggingarfé að fjárhæð 340.000 kr. Leigusali hélt eftir tryggingarfé en endurgreiddi 100.000 kr. undir rekstri málsins hjá kærunefndinni. Að sögn leigusala hélt hann eftir 240.000 kr. til að bæta tjón sitt vegna kostnaðar við viðgerð á parketi eftir að leigutíma lauk.
Leigjandi skilaði lyklum að íbúðinni þann 1. apríl 2022 og í framhaldi óskaði hann eftir endurgreiðslu á tryggingarfé. Leigusali upplýsti að parketið væri mjög illa farið og hann þyrfti að láta pússa það og lakka með miklum kostnaði. Samkvæmt gögnum málsins var hringt í leigusala og kröfunni mótmælt sem er óumdeilt meðal aðila. Leigusala mátti því vera ljóst að ágreiningur væri um bótaskyldu leigjanda og bar honum því að vísa málinu til kærunefndar húsamála innan fjögurra vikna frá þeim degi er kröfunni var mótmælt er hann gerði ekki. Þess utan er óljóst hvernig ástand parketsins var við upphaf leigutíma enda fór engin úttekt fram hvorki við upphaf né lok leigutíma.
Niðurstaða. Leigusala ber að endurgreiða tryggingarfé að verðmæti 240.000 kr.