Search
Close this search box.

Mál nr. 47/2021 álit

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning frá 25. júní 2011 um leigu á íbúð. Samkvæmt leigusamningnum var mánaðarleg fjárhæð leigu ákveðin 220.000 kr. en eftir tólf mánuði skyldi fjárhæð húsaleigu endurskoðast í takt við byggingarvísitölubreytingar. Þá var uppsagnarfrestur leigusamningsins tólf mánuðir.

Leigusali sagði upp leigusamningnum 27. maí 2020 en tveimur dögum síðar boðaði hann hækkun leigunnar frá og með 1. júní 2020. Leigjanda taldi að hækkun leigusala á leigunni á grundvelli vísitölubreytinga síðastliðinna níu ára hafi verið ólögmæt. Leigjandi mótmælti hækkuninni 4. júní 2020 en greiddi þó hækkaða leigu með fyrirvara um lögmæti hennar. Leigan hafi hækkað í 302.346 kr. á mánuði á grundvelli vísitöluhækkunar frá júní 2011 til júní 2020.

Kærunefnd taldi að leigusala hafi verið heimilt á grundvelli leigusamningsins að endurskoða fjárhæð leigunnar á tólf mánaða fresti í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu. Leigusali hækkaði leiguna 1. júní 2020 í samræmi við hækkanir á byggingarvísitölu á grundvelli samningsins líkt og hann hafði gert athugasemdalaust af hálfu leigjanda í tvö skipti áður.

Niðurstaða: Leigusala var heimilt að hækka fjárhæð leigugreiðslu í samræmi við byggingarvísitölu.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur