Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. nóvember 2019 til 30. október 2020 um leigu á herbergi og lagði leigjandi fram tryggingafé að fjárhæð 80.000 kr. Síðar tók leigjandi alla neðri hæð hússins á leigu og var leigusamningurinn framlengdur munnlega. Þar sem ekki var gerður nýr skriflegur samningur ákvað leigjandi að finna nýtt húsnæði. Þann 28. febrúar flutti leigjandi úr íbúðinni, eftir að hafa tilkynnt leigusala um það, og jafnframt óskaði eftir endurgreiðslu á tryggingarfénu sem leigusali hafnaði.
Kærunefndin taldi að þó að leigusamningi aðila hafi lokið 31. október 2020 hafi leigjandi haldið áfram að hagnýta sér hið leigða íbúðarhúsnæði athugasemdalaust af hálfu leigusala. Þannig hafi komist á ótímabundinn leigusamningur á milli aðila og er uppsagnarfrestur því sex mánuðir.
Niðurstaða: Leigjandi var bundin af sex mánaða uppsagnarfresti og var því leigusala heimilt að ráðstafa tryggingarfénu til greiðslu leigu vegna mars 2021.