Mál nr. 38/2021 úrskurður

Aðilar gerðu munnlegan ótímabundinn leigusamning frá 1. nóvember 2020 um leigu á herbergi. Leigjandi greiddi 100.000 kr. fyrir leigu í nóvember auk tryggingar að fjárhæð 200.000 kr. sem nam tveggja mánaða leigu og umsaminn uppsagnarfrest. Leigjandi hélt því fram nokkrum dögum eftir upphaf leigutíma að honum hafi ekki lengur verið sætt að vera í herberginu þar sem leigusali hafði bannað gestakomur óskað eftir að leigusali notaði ekki sameiginleg rými íbúðarinnar. Þá krafðist leigusali þess að leigjandi  flytti úr herberginu í tvær vikur í desember til að ættingjar leigusala gætu notað það á meðan þeir væru í heimsókn á Íslandi. Auk þess hafði leigusali farið í tvígang í leyfisleysi, inn í herbergi leigjanda og neitað honum um að fá lykil til að geta læst herberginu sínu.

Í ljósi notkunartakmarkana og óheimils aðgangs að hinu leigða herbergi, rifti leigjandi leigusamningnum og flutti út 16. desember en leigusali féllst ekki á riftunina. Leigjandi flutti ekki aftur inn í herbergið eftir þann tíma en engu að síður greiddi umsamda leigu fyrir janúar í samræmi við umsaminn tveggja mánaða uppsagnarfrest.

Kærunefnd taldi að leigjanda hafi verið heimilt að rifta leigusamningnum enda hafi leigusali verulega brotið gegn rétti leigjanda til að hafa óskoruð umráð og afnot hins leigða með þeim kröfum og skilyrðum sem hann setti fram eftir að leigutími hófst. Þar sem engin gögn lágu til grundvallar sem styðja að leigusali hafi gert skriflega kröfu í tryggingaféð bar honum að endurgreiða tryggingaféð að fjárhæð 200.000 kr.

Niðurstaða: Leigjanda hafi ekki borið að greiða leigu eftir 15. desember 2020 þegar hann flutti út. Leigusala bar því að endurgreiða leigu að fjárhæð 50.000 kr. sem leigjandi hafði þegar greitt vegna desember 2020 sem og 50.000 kr. sem hann greiddi vegna janúar 2021. Þá bar leigusala einnig að endurgreiða leigjanda tryggingaféð.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur