Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning er átti að ljúka 31. desember 2022. Leigjandi kvaðst hafa greitt 600.000 kr. í tryggingu fyrir réttum efndum á leigusamningi aðila. Á leigutíma fann leigjandi aðra íbúð er hann taldi að hentaði honum betur. Við skil á hinum leigða hafi leigusali farið fram á það við leigjanda að hann skilaði íbúðinni nýmálaðri. Áður en leigjandi skilaði íbúðinni hafi, að sögn leigjanda, leigusali tekið yfir umráð yfir eigninni og tekið af tryggingarfé fyrir þrifum.
Leigusali hafi skilað 210.000 kr. af tryggingarfé en leigjandi fer fram á endurgreiðslu að fullu ásamt skaðabótum. Kærunefnd óskaði ítrekað eftir gögnum til stuðnings kröfu leigjanda en ekkert barst.
Niðurstaða: Kröfu leigjanda er vísað frá.