Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning frá 22. september 2015 um leigu íbúðarhúsnæðis. Ágreiningur er um hvort leigjandi eigi rétt á afslætti af leigu vegna hávaða er stafaði frá utanhúss framkvæmdum við húsið.
Í þágildandi húsaleigulögum segir að viðgerðar- og viðhaldsskyldu alla skuli leigusali láta vinna fljótt og vel svo að sem minnst röskun valdi fyrir leigjanda. Leiði viðgerðar- og viðhaldsskylda leigusala til verulegra skertra afnota eða afnotamissis að mati byggingarfulltrúa skuli leigusali bæta leigjanda það með hlutfallslegum afslætti af leigugjaldi eða á annan þann hátt er aðilar komi sér saman um. Verði aðilar ekki sáttir um bætur eða afslátt geti þeir leitað álits byggingarfulltrúa en heimilt er báðum aðilum að bera álit hans undir kærunefnd húsamála.
Fyrir lá að umfangsmiklar framkvæmdir áttu sér stað á ytra byrði hins leigða. En þar sem ekkert mat lá fyrir frá byggingarfulltrúa eða óháðum úttektaraðila gat kærunefndin ekki tekið kröfu leigjanda til greina.
Niðurstaða: Kröfu leigjanda er hafnað