Search
Close this search box.

Mál nr. 34/2021 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. apríl 2020 til 31. desember 2020. Leigjandi hélt áfram afnotum eignarinnar að leigutíma loknum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að flytja úr eigninni. Leigusali gerði því kröfu í tryggingarféð að fjárhæð 280.443 kr. vegna leigu frá 1. febrúar 2021 til 5. mars 2021 þ.e. þar til leigjandi fór úr íbúðinni. Leigjandi hélt því fram að forsendur þess að hann hafi tekið íbúðina á leigu var að honum hefði boðist að gera kaupleigusamning um íbúðina. Hins vegar hafi forsendubrestur orðið á leigusamningi aðila þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkt ekki íbúðina fyrir hlutdeildarláni. Leigusali hafði boðið fram sátt en því hafi verið hafnað. Þá hafði leigusali gert munnlegt tilboð í íbúðina í lok janúar 2021 eftir samtal við fasteignasala um að gefa 30% eftir og fá einn mánuð felldan niður.

Kærunefnd taldi ljóst að krafa leigusala í bankaábyrgðina barst innan fjögurra vikna frá skilum leiguhúsnæðisins líkt og húsaleigulög gera áskilnað um. Kærunefnd taldi að kaupleigusamningurinn hefði komið til á leigutíma og væri ótengdur leigusamningi aðila. Ekkert lá fyrir í málinu til stuðnings þess að leigusali gæfi eftir leigutekjur að liðnum leigusamningi aðila, enda hélt leigjandi áfram afnotum hennar.

Niðurstaða: Fallist var á kröfu leigusala í bankaábyrgð leigjanda.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur