Search
Close this search box.

Mál nr. 34/2019 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018 um leigu á íbúð. Leigjandi lagði fram tryggingarfé að fjárhæð 708.000 kr. til tryggingar á réttum efndum á leigusamningnum. Leigutíma átti að ljúka 31. maí 2018 en samkvæmt samkomulagi aðila var hann framlengdur um einn mánuð, þ.e. til 30. júní 2018. Íbúðin var rýmd  í lok júlímánaðar og lyklum skilað til leigusala 6. ágúst 2018. Þann 5. september hafði tryggingarfénu ekki enn verið skilað og 2. október sendi leigjandi greiðsluáskorun á leigusala með kröfu um endurgreiðslu þess ásamt vöxtum. Leigusali hafnað kröfunni 16. október 2018 vegna kostnaðar sem hafi komið til vegna ólögmætrar notkunar á íbúðinni, leigugreiðslna fyrir júlí og ágúst 2018 og tjóns sem leigusali hafi orðið fyrir vegna kaupa á nýjum læsingum í hurð íbúðarinnar. Síðasta greiðsla sem leigjandi innti af hendi var vegna leigu fyrir júní 2018. Því taldi kærunefnd að leigusala hafi verið heimilt að ráðstafa hluta af tryggingarfénu til greiðslu á leigu vegna tímabilsins 1. júlí til 6. ágúst 2018 enda óumdeilt að leigjandi yfirgaf íbúðina 6. ágúst 2018 og hafði þannig verið með umráð íbúðarinnar frá þeim tíma.

Í leigusamningi aðila kemur fram að mánaðarleg fjárhæð leigunnar sé 260.000 kr. og að hún miðist við vísitölu neysluverðs í júní 2017. Í greinargerð leigusala segir að leiga fyrir júlí 2018 hafi numið 266.808 kr. og fyrir ágúst sama ár 266.925 kr. Því féllst kærunefnd á að leigusala hafi verið heimilt að halda eftir 318.471 kr. af tryggingarfénu vegna vangoldinnar leigu.

Að sögn leigusala hafi honum reynst ómögulegt að ná sambandi við leigjanda og af þeirri ástæðu hafi hann ekki getað gert skriflega kröfu í tryggingarféð innan tilskilins frests. Þar sem leigusali lagði ekki fram gögn því til stuðnings svo sem kvittun fyrir að hafa ekki tekist að senda tölvupóst á leigjanda og honum var kunnugt um að tiltekinn lögmaður annaðist málefni leigjanda vegna leigunnar féllst kærunefnd ekki á málsástæðu hans.

Niðurstaða: leigusala var heimilt að halda eftir  318.471 kr. af tryggingarfénu vegna vangoldinnar leigu vegna tímabilsins 1. júlí til 6. ágúst 2018. Þar sem krafa leigusala í trygginguna var ekki innan tilskilins frests þ.e. fjögra vikna frá skilum húsnæðisins bar honum að endurgreiða leigjanda 389.529 kr. ásamt vöxtum .

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur