Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 1. október 2021 til 30. september 2022 um leigu íbúðarhúsnæði. Ágreiningur er um hvort leigusala sé heimilt að ganga að tryggingu leigjanda vegna leigu fyrir febrúar og mars 2022.
Aðilar leigusambands voru í viðræðum um að breyta aðild að leigusamningi en ekkert varð af því fyrir riftun leigjanda. Leigjandi heldur því fram að hann hafi ekki verið upplýstur um framkvæmdir sem voru í húsnæði og einnig hafi hann átt í samskiptaörðuleikum við nágranna. Leigusali hafnar þessu alfarið og kveðst hafa upplýst leigjanda um framkvæmdir við undirritun leigusamnings og hafi ekki haft neinar upplýsingar um samskiptaörðugleika og hafi því ekki getað brugðist við. Að framlögðum gögnum mátti sjá að leigjandi hafi vitað af framkvæmdum en engin gögn voru lögð fram til sönnunar á athafnaleysi leigusala vegna nágranna deilna. Taldi nefndin ekkert hafa komið fram í málinu sem styður það að leigjanda hafi verið heimilt að rifta leigusamningi og því sé riftunin ólögmæt.
Kærunefndin óskaði eftir upplýsingum frá leigusala hvernær íbúðin hafi farið aftur í útleigu og hvaða tilraunir hafi verið gerðar til að leigja hana útá ný. Leigusali kvaðst ekki hafa treyst sér til að finna nýjan leigjanda í gegnum sama fyrirtæki og hann hefði notað áður vegna samskiptaörðugleika við það. Leigusali hafi síðan ákveðið að flytja sjálfur inn í íbúðina um miðjan mars.
Niðurstaða: Leigusala er heimilt að fá greitt úr tryggingu leigjanda vegna tímabilsins 1. febrúar til 15. mars 2022.