Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. janúar 2021 til 31. janúar 2022 um leigu á íbúðarhúsnæði. Ágreiningur er um endurgreiðslu tryggingarfjár.
Leigutíma lauk 31. desember 2021 og skilaði leigjandi lyklum fyrir 3. janúar 2022. Fram kemur í samskiptum aðila að leigusali fór fram á það að leigjandi réði hreingerningafyrirtæki til að annast þrif á hinu leigða að leigutíma loknum en engin gögn staðfesta að skrifleg krafa hafi verið gerð í tryggingarfé leigjanda vegna kostnaðar við þrifin innan fjögurra vikna frá skilum leiguhúsnæðis líkt og skilyrt er samkvæmt 4. mgr. 40. gr. húsaleigulaga. Ber leigusala þegar að þeirri ástæðu að endurgreiða tryggingarfé að fullu ásamt vöxtum.
Niðurstaða: Leigusala ber að endurgreiða tryggingarfé að fullu ásamt vöxtum