Search
Close this search box.

Mál nr. 17/2022 úrskurður

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. maí 2020 til 31. maí 2021 um leigu á einbýlishúsi, um var að ræða framlengingu á fyrri leigusamningi sem hófst 1. febrúar 2019. Í málinu var deilt um lögmæti riftunar leigjanda á leigusamningi aðila. Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 60. gr. húsaleigulaga er leigjanda heimilt að rifta leigusamningi spillist húsnæðið svo á leigutíma af ástæðum er ekki verða raktar til leigjanda að það nýtist eigi lengur til fyrirhugaðra nota eða teljist heilsuspillandi að mati heilbrigðisyfirvalda Fyrir lá skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags 26. janúar 2021, vegna skoðunar þann dag. Í skýrslunni kemur m.a. fram að viðhaldi hússins sé verulega ábótavant þar sem leki sé um loft, það sé óþétt og aðstaða til kyndingar sé ófullnægjandi. Niðurstaða skýrslunnar var sú að íbúðarhúsnæðið gæti verið heilsuspillandi fyrir íbúa þess og lagt yrði til við heilbrigðisnefnd að bann yrði lagt við afnotum húsnæðisins í samræmi við reglugerð um hollustuhætti. Leigjandi skilaði af sér lyklum þann 8. febrúar 2021. Við upphaf leigutíma hafði leigjandi lagt fram tryggingu að upphæð 390.000 kr. til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi aðila. Leigusali taldi að honum hafi verið heimilt að halda tryggingarfénu eftir á þeirri forsendu að leigjandi hafi valdið skemmdum á hinu leigða. Þar sem ekki lá fyrir nein gögn sem studdu það að leigusali hafi gert kröfu í tryggingarféð  eins og áskilið er í 4. mgr. 40. gr. húsaleigulaga hafnaði nefndin þeirri kröfu.

Niðurstaða: Leigusala ber að endurgreiða leigjanda tryggingarféð ásamt vöxtum að frádreginni leigu frá 1.-8. febrúar

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur