Mál nr. 140/2020 úrskurður

Riftun leigjanda.  Endurgreiðsla á tryggingarfé. Tímabundinn leigusamningur. Tímamörk.

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 20. janúar 2020 til 31. janúar 2022. Leigjandi tók eftir því að íbúðin sem átti að vera ný var með ýmsa ágalla. Sendi hann skriflega kröfu til leigusala um úrbætur þann 2. júní 2020. Að sögn leigjanda hófst leigusali ekki handa við að bæta úr neinum af þeim ágöllum er hann benti á. Leigjandinn rifti því leigusamningi með bréfi þann 2. september 2020. Í kjölfarið fór hann fram á það að leigusali endurgreiddi sér tryggingarfé að upphæð 420.000 kr. sem hann hafði greitt við upphaf leigutíma. Leigusali gerði ekki skriflega kröfu í tryggingarféð né endurgreiddi það og hélt því fram að honum bæri ekki að endurgreiða því að enn væri í gildi tímabundinn leigusamningur. Leigjandi taldi aftur á móti að þar sem að meira en 4 vikur hefðu liðið frá skilum húsnæðis án þess að leigusali gerði kröfu í tryggingarféð hefði hann runnið út á tíma.

Kærunefndin taldi riftunina ólögmæta þar sem meira en 8 vikur höfðu liðið frá kvörtun leigjanda og þar til hann beitti riftun vegna sömu krafna. Leigusali lagði fram kröfu fyrir nefndina um fullar leigugreiðslur út leigutíma. Þessu hafnaði nefndin og benti á að skylda myndist á leigusala að takmarka tjón sitt og beri leigusala að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að leigja húsnæðið út sem fyrst. Þetta hafi leigusali ekki gert. Nefndin rakti að leigusala væri heimilt að ráðstafa tryggingarfé vegna vangoldinnar leigu á og eftir að leigutíma lýkur án samþykkis leigjanda. Var leigusala gert að skila tryggingarfé að undanskildum 140.000 kr. vegna leigu í september.

Niðurstaða: Riftun leigjanda var ólögmæt og er því leigusala heimilt að halda eftir leigubótum vegna leigu í september.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur