Mál nr. 121/2020 úrskurður

Leigusala heimilt að halda eftir hluta tryggingarfjár.

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning vegna herbergis með aðgangi að baðherbergi, eldhúsi og stofu. Við lok leigutímabils hélt leigusali eftir 38.206 kr. af 110.000 kr. tryggingu vegna þrifa og hlutdeildar í brotnum vaski. Leigjandinn hafnaði ábyrgð á brotnum vaski en gekkst við því að hafa ekki þrifið enda var að hans sögn ekki þrifið áður en hann flutti inn.

Kærunefndin taldi ekki liggja fyrir sönnun þess efnis að vaskurinn hefði brotnað á leigutíma og hafnaði því kröfu leigusala. Af samskiptum aðilanna að dæma taldi nefndin að leigjandi hafi viðurkennt að þörf hafi verið á að þrífa íbúðina við lok leigutíma, enda hafði hann fundið aðila til að þrífa íbúðina en neitaði að taka þátt í þeim kostnaði.

Niðurstaða: leigusala ber að skila eftirstöðvum tryggingarfjár að undanskildum 13.333 kr. vegna þrifa.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur