Leigusala heimilt að halda eftir hluta tryggingarfjár.
Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning vegna herbergis með aðgangi að baðherbergi, eldhúsi og stofu. Við lok leigutímabils hélt leigusali eftir 38.206 kr. af 110.000 kr. tryggingu vegna þrifa og hlutdeildar í brotnum vaski. Leigjandinn hafnaði ábyrgð á brotnum vaski en gekkst við því að hafa ekki þrifið enda var að hans sögn ekki þrifið áður en hann flutti inn.
Kærunefndin taldi ekki liggja fyrir sönnun þess efnis að vaskurinn hefði brotnað á leigutíma og hafnaði því kröfu leigusala. Af samskiptum aðilanna að dæma taldi nefndin að leigjandi hafi viðurkennt að þörf hafi verið á að þrífa íbúðina við lok leigutíma, enda hafði hann fundið aðila til að þrífa íbúðina en neitaði að taka þátt í þeim kostnaði.
Niðurstaða: leigusala ber að skila eftirstöðvum tryggingarfjár að undanskildum 13.333 kr. vegna þrifa.