Mál nr. 116/2020 úrskurður

Endurgreiðsla tryggingarfjár.

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning um herbergi þann 1. júlí 2020. Leigjandi lagði fram 150.000 kr. í tryggingu. Strax í júlí krefst leigusali þess að leigjandi flyttist í annað herbergi í húsinu því hann vildi nýta herbergið sjálfur. Þessu hafnaði leigjandi og taldi það herbergi sem hann átti að flytja í ekki vera sambærilegt. Leigjandi flutti því út og óskaði eftir endurgreiðslu á tryggingarfé. Leigusali endurgreiddi 100.000 kr. en hafnaði endurgreiðslu á eftirstöðvum.

Kærunefndin taldi að leigusali hafi rift leigusamningnum með ólögmætum hætti þann 25. júlí 2020 þegar hún fór fram á að leigjandi flytti úr herberginu sem hún hafði á leigu. Leigusali gerði ekki skriflega kröfu í tryggingarféð innan fjögurra vikna frá skilum herbergis þegar af þeirri ástæðu ber honum að skila eftirstöðvum tryggingarfjár til leigjanda.

Niðurstaða. Leigusala ber að endurgreiða leigjanda tryggingarfé að fjárhæð 50.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur