Search
Close this search box.

Mál nr. 113/2020 úrskurður

Lögmæti riftunar leigjanda á leigusamningi.

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning þann 19. desember 2019. Þann 13. september 2020 tilkynnti leigjandi leigusala að hann hefði ákveðið að flytja út vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Síðasti dagur leigutímabilsins yrði 30. október 2020. Leigusali lét leigjanda vita þann 18. september að hann væri byrjaður að auglýsa eignina til leigu. Leigjandi tilkynnti leigusala þann 20. september að íbúðin væri tóm og búið væri að þrífa hana og hann fluttur út. Leigjandi sendi svo tölvupóst til leigusala þann 2. október og sagðist hafa neyðst til að flytja út vegna samningsbrota leigusala. Nefndi hann í því sambandi að leigusali hafi hleypt iðnaðarmönnum inn í íbúðina án hans leyfis sem og að þeir annmarkar er hann hafði krafist úrbóta á hafi ekki verið lagfærðir.

Kærunefndin taldi að riftun leigjanda er hann sendi 13. september væri ekki í samræmi við 3. mgr. 60. gr. húsaleigulaga. Hefði í raun mátt skilja tölvupóstinn sem uppsögn frekar en riftun. Þó hafi komið fram síðar í samskiptum að riftun hafi byggst á á því að farið hafi verið inn í íbúðina í leyfisleysi. Kærunefndin taldi að um einangrað tilvik hafi verið að ræða og það dygði ekki til að uppfylla skilyrði 7. tölul. 1. mgr. 60. gr. þar sem kveðið er á um ítrekuð brot leigusala. Að öllu þessu virtu taldi kærunefndin riftun leigjanda ólögmæta. Í gögnum aðila hafi komi fram að leigusali hafi nýtt hið leigða sem geymslu 16. – 23. október. Taldi hann það vera meinlaust þar sem eignin stóð tóm. Leigusali gat ekki framvísað neinum gögnum sem sýndu fram á það að hann hafi auglýst eignina til leigu eins og honum bar að gera til að takmarka tjón sitt skv. 2. mgr. 61. gr. húsaleigulaga.

Niðurstaða: Leigusala er óheimilt að krefja leigjanda um leigu eftir 16. október 2020

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur