Search
Close this search box.

Mál nr. 11/2022 úrskurður

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022 vegna leigu á íbúð. Ágreiningur er um hvort leigjandi eigi rétt á lækkun á leigu á þeirri forsendu að geymsla í sameign sem fylgdi íbúð sé ónothæf vegna kannabislyktar. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. húsaleigulaga, segir að nú komi í ljós að hið leigða húsnæði sé ekki í því ástandi sem leigusamningur greinir eða leigjandi hlaut að mega gera ráð fyrir og skuli leigjandi þá innan fjögurra vikna frá afhendingu gera leigusala skriflega grein fyrir aðfinnslum sínum og segja til um hverra úrbóta er krafist. Að öðrum kosti teljist leigjandi una húsnæðinu. Í 1. mgr. 17. gr. húsaleigulaga segir að hefjist leigusali ekki handa við að bæta úr annmörkum á húsnæðinu innan fjögurra vikna frá því að honum barst skrifleg tilkynning skv. 1. eða 2. mgr. 16. gr. sé leigjanda heimilt að ráða bót á þeim og draga frá leigunni þann kostnað sem af hlýst, enda hafi hann fyrst aflað samþykkis úttektaraðila, sbr. XIV. kafla. Í 3. mgr. 17. gr. segir að leigjandi eigi kröfu til hlutfallslegrar lækkunar á leigu á meðan eigi hafi verið bætt úr annmörkum á hinu leigða húsnæði. Í gögnum málsins liggur fyrir að leigjandi hafði samband við leigusala í tölvupósti þann 5. september 2021 til að upplýsa hann um ástandið á geymslunni og að ekki væri hægt að nota hana  fyrr en lyktin væri farin. Leigusali svaraði að hann myndi bregðast við strax. Leigjandi ítrekar kvörtun sína þann 19. september. Leigusali svarar næsta dag og óskar eftir því að fá að hitta leigjanda. Í tvígang reyndi leigusali að hitta leigjanda. Þann 1. október sendir leigjandi tölvupóst á leigusala og fer fram á lækkun á leigu þar sem geymslan sé enn ónothæf. Leigusali samþykkir það með því skilyrði að fá að koma að sjá geymsluna og staðfesta ástandið á henni. Nokkrir tölvupóstar ganga á milli leigjanda og leigusala til 10. nóvember er leigjandi skilar leigusala lyklunum af geymslunni. Með tölvupósti 29. nóvember óskar leigjandi aftur eftir því að geymslan yrði löguð og að leiga verði endurgreidd því sem næmi fermetrafjölda geymslunnar. Kærunefndin taldi að leigjandi hafi fylgt ákvæðum húsaleigulaga og gert skriflega grein fyrir aðfinnslum sínum innan fjögurra vikna. Einnig taldi nefndina það liggja fyrir að leigusali brást við innan fjögurra vikna frá tilkynningu leigjanda. Af gögnum málsins megi sjá að leigusali reyndi ítrekað að fá aðgang að geymslunni til að geta metið úrbótakröfu leigjanda, en án árangurs. Leigjandi heldur því fram að lögreglan hafi komið á vettvang og staðfest umrædda annmarka á geymslunni en engin gögn styðji þá staðhæfingu. Fyrirliggjandi gögn í málinu sýni að leigusali hafi ítrekað reynt að fá aðgang að geymslunni og forsenda þess að unnt sé að gera úrbætur hlýtur að felast í því að leigusali fái aðgang af því leigusvæði er kvörtun snýr að. Taldi því kærunefndin ekki forsendur til að fallast á lækkun leigu vegna ástands geymslunnar.

Niðurstaða: Kröfur leigjanda er hafnað

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur