Mál nr. 104/2020 úrskurður

Tímabundinn leigusamningur. Riftun. Tryggingarfé. Ólögmæt riftun.

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. nóvember 2019 til 31. október 2022. Með tölvupósti til leigusala þann 17. júní 2020 upplýsti leigjandi að hann hygðist flytja út þann 30. júní 2020. Leigusali hafi þá bent á að leigjandi væri samningsbundin til loka leigusamnings en spurði jafnframt hver myndi þá taka við samningi. Leigjandi svaraði því á þann hátt að það væri ekki hennar hlutverk að finna út úr því. Þar sem ekki er hægt að segja upp tímabundnum leigusamningi og undanþágu ákvæði hafi ekki verið nýtt er um riftun að ræða. Riftunarheimildir leigjanda koma fram í 60. gr. húsaleigulaganna og ástæða riftunar leigjanda sem ráða má að sé of há leiga uppfyllir ekki skilyrði ákvæðisins.

Kærunefndin óskaði eftir staðfestingu frá leigusala að hann hefði strax farið í að takmarka tjón sitt með því að auglýsa eign til leigu. Kvaðst hann hafa gert það en enginn hefði viljað leigja eignina og staðfesti leigjandi að enginn vildi leigja þessa íbúð. Taldi því kærunefndin að leigusali hafi fylgt ákvæði 1. mgr. 62. gr. um að reyna að takmarka tjón sitt. Taldi nefndin því að leigjandi bæri ábyrgð á því tjóni sem leiddi af vanefndum hans og hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu á tryggingarfé.

Niðurstaða: Leigusali þarf ekki að skila tryggingarfé upp á 420.000 kr. sem nemur tæplega þriggja mánaða leigu.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur