Aðilar gerðu fjóra tímabundna leigusamninga vegna tímabilsins frá 1. maí 2018 til 15. ágúst 2023. Ágreiningur snéri að fjárhæð skaðabótakröfu leigusala vegna skemmda sem urðu á parketi á leigutíma sem og kröfu leigusala um kostnað vegna þrifa sem hún kveður á að þörf hafi verið vegna viðskilnaðar leigutaka. Krafa leigusala vegna parketsins nam 1.012.500 kr. og vegna þrifa 50.000 kr. Ágreiningslaust er að tryggingarfé sem leigutaki lagði fram við upphaf leigutíma að fjárhæð 480.000 kr. ásamt uppsöfnuðum vöxtum verði ráðstafað vegna tjónsins á parketinu. Leigutaki krafðist þess að viðurkennt yrði að honum yrði ekki gert að greiða leigusala skaðabætur að fjárhæð 582.500 kr. Kærunefndin taldi að tilboð sem leigusali hafði aflað sér hafði verið aflað einhliða. Ákvæði 65. gr. húsaleigulaga gerir ráð fyrir að mat óháðs úttektaraðila liggi fyrir við ágreining leigusala og leigjendaum bótafjárhæð en slíkt mat lág ekki fyrir. Kærunefndin taldi að ekki væri hægt að leggja það verðmat sem leigusali hafði aflað einhliða til grundvallar auk þess sem það lág ekki fyrir staðfesting á því að þörf væri að skipta um parket á allri íbúðinni. Kærunefndin taldi varðandi kröfu um greiðslu fyrir þrif að engin úttekt hefði farið fram og að myndirnar væru myndir sem leigusali hefði tekið einhliða að leigutímanum loknum. Auk þess virtist sem að leigusala hafði ekki verið gefinn neinn kostur á útbótum og að viðskilnaðurinn hefði ekki þurft að fagþrif. Taldi því kærunefndin ekki leigutaka þurfa að greiða kostnað vegna þrifa. Með framangreint til hliðsjónar féllst kærunefndin á kröfu leigutaka um viðurkenningu að honum yrði ekki gert að greiða leigusala skaðabætur að fjárhæð 582.500 kr.