Hlutverk kærunefndar húsamála er að fjalla um ágreining aðila er fellur undir húsaleigulög nr. 36/1994, lög um fjöleignarhús nr. 26/1994, lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Málsmeðferð er aðilum máls að kostnaðarlausu. Afgreiðslutími mála er að jafnaði tveir mánuðir. Hægt er að leggja kæru inn rafrænt eða á pappír. Úrskurðir nefndarinnar, er falla undir húsaleigulögin, eru bindandi og aðfararhæfir gagnvart aðilum máls og sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds. Allar frekari upplýsingar um kærunefndina eru hér.
ATH! Kærunefnd húsamála gefur út álit sem eru ekki bindandi vegna ágreinings um leigusamninga sem gerðir voru fyrir breytingar á húsaleigulögunum með lögum nr. 63/2016.
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.