Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. apríl 2021 – 30. apríl 2022. Eftir að honum lauk komust þeir að munnlegu samkomulagi um framlengingu þar til 28. febrúar 2023.
Í kjölfar skila eignarinnar endurgreiddi leigusali hvorki tryggingarféð sem lagt hafði verið fram fyrir réttum efndum né gerði hún kröfu eða áskilnað í það með skriflegum hætti. Þann 21. júní leitaði leigjandi til kærunefndar og krafðist endurgreiðslu á tryggingarfénu að fjárhæð alls 675.000 kr.
Með vísan í ákvæði húsaleigulaga annars vegar þess efnis að leigusala beri að skila tryggingarfé leigjanda svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en innan fjögurra vikna frá skilum. Hins vegar að ef leigusali hefur uppi áskilnað eða kröfu í tryggingarféð skal slíkt jafnframt tilgreint skriflega innan sömu tímamarka féllst nefndin á kröfu leigjanda um endurgreiðslu á tryggingafénu ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.