Eftir að leiguíbúð var skilað gerði leigusali kröfu í tryggingarfé leigjanda vegna meintra skemmda, skorti á þrifum og seinbúnum skilum á eigninni. Leigusali kom kröfunni á framfæri innan fjögurra vikna frá skilum íbúðarinnar með skriflegum hætti. Leigjandi brást aftur á móti ekki við umræddri kröfu fyrr en um tveimur mánuðum síðar en þurfti samkvæmt ákvæðum húsaleigulaga að bregðast við kröfunni innan fjögurra vikna. Vegna seinbúinna viðbragða og á grunni þeirra formreglna sem gilda um kröfur í tryggingarfé leigjanda var litið svo á að með tómlæti sínu hefði leigjandi samþykkt kröfuna. Á þeim grundvelli sem og í ljósi þeirra staðreyndar að leigjanda brást heldur ekki við kröfunni fyrir kærunefnd féllst nefndin á kröfu leigusala í tryggingarfé leigjanda.