Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. janúar 2018- 1. febrúar 2021. Leigutaki krafðist endurgreiðslu á tryggingarfé að fjárhæð 450.000 kr. ásamt verðbótum. Auk þess sem viðurkennt yrði að leigusala bæri að greiða lögmannskostnað leigutaka vegna málsmeðferðar fyrir kærunefndinni. Leigusali krafðist þess að kröfum leigutaka yrði hafnað. Fram kom í gögnum máls að leigusali taldi sig eiga rétt á því að halda tryggingarfénu öllu eftir en leigusali brugðist við þeirri kröfu með sáttarboði innan fjögurra vikna. Sáttarboðið var þess efnis að fjárhæð ógreiddrar leigu yrði haldið eftir en eftirstöðvar endurgreiddar. Var litið svo á að í sáttarboðinu hafi verið fallist á kröfuna að hluta en henni þó hafnað að öðru leyti. Leigusali vísaði hvorki ágreiningnum til kærunefndar húsamála né dómstóla innan fjögurra vikna frá þeim degi er fyrrgreint bréf var dagsett og bar því í samræmi við 5. mgr. 40. gr. húsaleigulaga að endurgreiða þá fjárhæð sem ágreiningur var um, sem nam helmingi tryggingarfjárhæðarinnar.. Varðandi kröfu um málskostnað taldi kærunefndin sig ekki hafa neinar heimildir til að úrskurða málskostnað með vísan í 6. mgr. 85. gr. húsaleigulaga.