Search
Close this search box.

Mál nr. 49/2022 úrskurður

11. október 2022

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 1. apríl 2022, eða fyrr, um leigu leigutaka á skrifstofuhúsnæði leigusala. Ágreiningur er um hvort leigusamningurinn hafi fallið niður vegna ófullnægjandi ástands hins leigða við upphaf leigutíma.

Til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi aðila lagði leigutaki fram bankaábyrgð að fjárhæð 912.000 kr. sem var gefin út 16. mars 2022. Leigusali gerir kröfu um viðurkenningu á því að honum sé heimilt að ganga að henni vegna leigu fyrir aprílmánuð að fjárhæð 304.000 kr.

Kærunefnd telur að miða beri við að varnaraðili hafi skilað húsnæðinu 1. apríl með því að hafa ekki tekið við því þann dag, sbr. áskorun leigusala þar um. Leigusali gerði kröfu í tryggingu leigutaka með bréfi, dags. 27. apríl 2022. Í tölvupósti leigutaka 3. maí 2022 segir að kröfu leigusala, sem tilkynnt hafi verið með bréfi 11. apríl, væri hafnað.

Leigutaki ber sönnunabyrði fyrir því að húsnæðið hafi verið óhæft til fyrirhugaðra nota í skilningi 1. mgr. 15. gr. húsaleigulaga. Þá hefur leigutaki aðeins lagt fram ljósmynd sem hann kveður hafa verið tekna að kvöldi 29. mars og sýni að átt hafi eftir að leggja parket á hluta hins leigða. Slíkt nægir á engan hátt til sönnunar um að leiguhúsnæðið hafi verið í svo lélegu ástandi að það réttlætti að leigusamningur aðila félli úr gildi. Hafi leigutaki talið að ástandi hins leigða væri ábótavant hafi hóflegri leiðir verið honum færar í þeim efnum og því ekki fallist á að leigusamningur aðila hafi fallið niður, sbr. 1. mgr. 15. gr. húsaleigulaga.

Niðurstaða: Leigusala er heimilt að ganga að bankaábyrgð leigutaka vegna leigu fyrir apríl 2022 að fjárhæð 304.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur