Search
Close this search box.

Mál nr. 4/2022 úrskurður

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 10. maí 2021 til 30. apríl 2022. Ágreiningur var um kröfu leigjanda um afslátt af leiguverði, hvort leigusala beri að fá fagmann til að leggja mat á ástand hússins. Krafa leigusala er að leigjanda verði gert að greiða leigu út leigutímabilið og bótakröfu.

Leigjandi tilkynnir leigusala þann 15. desember 2021 að myglublettur hafi myndast í einu herbergi leiguíbúðarinnar. Leigusali sendi samdægurs aðila til að rekja ástæðu rakans sem og að eitra fyrir sveppum. Þann 30. desember kom fram í samskiptum að einnig hafi verið framkvæmd mæling sem sýndi að ekki var um heilsuspillandi svepp að ræða. Leigusali veitti leigjanda 20 þ.kr. afslátt af leiguverði fyrir janúar en tók jafnframt fram að myglan hafi allt eins komið fyrir vegna ónógrar loftunar. Þann 10. janúar 2022 ítrekar leigjandinn ósk sína þess efnis að fagmaður myndi greina vandann. Leigusalinn upplýsti að hún væri með einstakling sem sæi um þetta fyrir sig. Í yfirlýsingu þess eintaklins kemur fram að hann hafi einnig skoðað þak hússins en ekkert athugavert komið fram og taldi að myglan væri vegna þess að ekki væri loftað nægilega vel út. Fyrir liggja gögn að myglan hafi verið hreinsuð og ekkert sýndi fram á að hún hafi komið aftur.

Í samskiptum aðilanna hafði komið fram að það væri leigusala að meinlausu ef leigjandi færi fyrr úr hinum leigða ef hann fyndi sér annað húsnæði. Leigjandinn skyldi það sem svo að ef hann fyndi annað húsnæði gæti hann skuldbindingarlaust losnað undan samningi.

Kærunefndin fór yfir skyldu aðilanna að gera úttekt á hinu leigða við upphaf og lok leigutíma en fyrir lá í málinu að því hafi ekki sinnt. Leigusalinn þurfti að bera hallann af því og var öllum kröfum hans í tryggingarfé hafnað. Kærunefndina hafnaði einnig kröfu leigjanda um að fenginn væri fagmaður til að meta ástand eignarinnar þar sem ekkert benti til annars en að úrbætur leigusala hafi skilað árangri. Einnig var kröfu hans um afslátt hafnað. Nefndin taldi að samkomulag hefði komist á um að leigjandinn þyrfti ekki að uppfylla leigusamning og hafnaði því kröfu leigusala um leigu fyrir mars og apríl.

 

Niðurstaða: Leigusala ber að endurgreiða leigjanda tryggingarfé að fullu en öllum öðrum kröfum aðilanna var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur