Aðilar gerðu leigusamning, dags. 26. nóvember 2018, um leigu á herbergi. Samkvæmt rafrænum samskiptum aðila og öðrum gögnum málsins millifærði leigjandi tryggingarfé að fjárhæð 200.000 kr. inn á bankareikning leigusala 26. nóvember 2018. Leigutíma lauk 31. mars 2019 og skilaði leigjandi hinu leigða til leigusala þann dag. Með rafrænum skilaboðum til leigusala 1. apríl 2019 óskaði leigjandi eftir endurgreiðslu tryggingarfjárins.
Að sögn leigjanda neitaði leigusali að endurgreiða tryggingarféð þrátt fyrir að leigjandi hafi efnt leigusamninginn að öllu leyti.
Af rafrænum samskiptum aðila verður ráðið að leigusali hafi ætlað að endurgreiða tryggingarféð um leið og hann gæti en ekki verður ráðið að hann hafi gert skriflega kröfu í tryggingarféð innan fjögurra vikna frá skilum leiguhúsnæðisins. Af þeirri ástæðu taldi kærunefnd að leigusala bæti að skila leigjanda tryggingafénu ásamt vöxtum.
Niðurstaða: Leigusala bar að endurgreiða leigjanda tryggingafé að fjárhæð 200.000 kr.