Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til eins árs frá 1. ágúst 2018 um leigu á íbúð. Leigjandi lagði fram tryggingu að fjárhæð 690.000 kr. fyrir réttum efndum á samningnum. Leigusali krafist viðurkenningar á því að honum hafi verið heimilt að ganga að tryggingu leigjanda að fjárhæð 405.000 kr. vegna skemmda á hinu leigða af völdum leigjanda. Að sögn leigusala hafi þrifum verið ábótavant við lok leigutíma og skemmdir hafi orðið á bakaraofni, kæliskáp, innréttingu og viftu í eldhúsi. Krafa leigusala var studd við tilboð eða raunkostnað við viðgerð.
Kærunefnd taldi ljóst að leigutíma lauk fyrr en leigusamningur gerði ráð fyrir eða þann 31. desember 2018 og benda gögn málsins til þess að íbúðinni hafi verið skilað þann dag. Þar sem leigusali gerði hvorki kröfu í trygginguna né hafði uppi áskilnað um það innan fjögurra vikna frá þeim tíma sem íbúðinni var skilað var tryggingin fallin úr gildi. Leigusali gerði ekki kröfu í trygginguna fyrr en 14. febrúar 2019 en þá var frestur leigusala til að gera kröfu í trygginguna liðinn.
Niðurstaða: Tryggingin var fallin úr gildi og leigusala óheimilt að ganga að henni.