Search
Close this search box.

Mál nr. 31/2019 úrskurður

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning um leigu á bílskúr frá 2. ágúst 2018 til 31. júlí 2019. Leigjandi rifti leigusamningnum fjórum mánuðum áður en honum hafi átt að ljúka. Leigusali upplýsti leigjanda um að hann væri samningsbundin og bæri að greiða leigu samkvæmt því. Mánaðarleg fjárhæð húsaleigu var 130.000 kr. og krafðist leigusali þess að viðurkennt væri að leigjanda bæri að greiða leigubætur vegna fjögurra mánaða, samtals að fjárhæð 520.000 kr.

Samkvæmt gögnum málsins skilaði leigjandi lyklum að hinu leigða 27. mars 2019. Kærunefnd taldi að þrátt fyrir ólögmæta riftun leigjanda hvíldi þó sú skylda á leigusala að takmarka tjón sitt með því að leigja eignina út hið fyrsta eftir að hann var komin með umráð hennar. Um sé að ræða húsnæði sem er staðsett á höfuðborgarsvæðinu þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði er mikil og ekki ætti að vera vandkvæðum bundið að finna nýjan leigjanda. Kærunefnd taldi því  rétt að miða við að húsnæðið hefði getað verið komið í útleigu á ný að minnsta kosti frá 1. maí 2019. Því var niðurstaða kærunefndar að leigjanda bæri að greiða leigubætur vegna apríl 2019 að fjárhæð 130.000 kr.

Leigusali gerði einnig kröfu um að leigjanda bæri að greiða helming af kostnaði vegna skemmda á eldhúsinnréttingu, rakaskemmda á baðherbergi og í gluggum og skemmda á parketi. Þar sem engin gögn lágu fyrir sem staðfestu að skemmdirnar væru af völdum leigjanda og ekki var gerð úttekt við upphaf leigutíma féllst kærunefndin ekki á þessa kröfu leigusala.

Niðurstaða: Leigjandi bar að greiða leigusala leigubætur vegna apríl 2019 að fjárhæð 130.000 kr.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur