Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 22. apríl 2018 til 22. apríl 2019 um leigu á íbúð. Við upphaf leigutíma hafði leigjandi og meðleigjandi hans fundið uppþvottavél úti á götu og fengið leyfi og aðstoð leigusala við að bera uppþvottavélina í íbúðina. Í júní 2018 upplýsti leigjandi að hann ætlaði að flytja út 30. september 2018. Í september 2018 hafði leigusali beðið meðleigjandann um að henda uppþvottavélinni en leigjendur upplýstu leigusala að þeir ættu ekki bíl til að ferja uppþvottavélina og henni hafi því ekki verið hent.
Samkvæmt leigusamningi aðila greiddi leigjandi og meðleigjandi tryggingarfé að fjárhæð 130.000 kr. við upphaf leigutíma. Leigusali endurgreiddi 100.000 kr. en hélt eftirstöðvunum eftir þar sem uppþvottavélin var skilin eftir í íbúðinni að leigutíma loknum.
Að mati kærunefndar var óumdeilt að leigutíma lauk 30. september 2018 samkvæmt samkomulagi aðila. Ljóst var að gögnum máls að leigjandi hafnaði kröfum leigusala skriflega með tölvupósti þann 30. október 2018 eða fjórum vikum eftir að leigusali gerði kröfu í tryggingarféð. Þar sem leigusali vísaði þeim ágreiningi hvorki til kærunefndar húsamála né dómstóla innan fjögurra vikna frá þeim degi bar honum að endurgreiða eftirstöðvar tryggingarfjárins.
Niðurstaða: leigusala bar að endurgreiða leigjanda eftirstöðva tryggingafjárins að fjárhæð 30.000 kr.