Endurgreiðsla tryggingarfjár.
Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning um herbergi þann 1. júlí 2020. Leigjandi lagði fram 150.000 kr. í tryggingu. Strax í júlí krefst leigusali þess að leigjandi flyttist í annað herbergi í húsinu því hann vildi nýta herbergið sjálfur. Þessu hafnaði leigjandi og taldi það herbergi sem hann átti að flytja í ekki vera sambærilegt. Leigjandi flutti því út og óskaði eftir endurgreiðslu á tryggingarfé. Leigusali endurgreiddi 100.000 kr. en hafnaði endurgreiðslu á eftirstöðvum.
Kærunefndin taldi að leigusali hafi rift leigusamningnum með ólögmætum hætti þann 25. júlí 2020 þegar hún fór fram á að leigjandi flytti úr herberginu sem hún hafði á leigu. Leigusali gerði ekki skriflega kröfu í tryggingarféð innan fjögurra vikna frá skilum herbergis þegar af þeirri ástæðu ber honum að skila eftirstöðvum tryggingarfjár til leigjanda.
Niðurstaða. Leigusala ber að endurgreiða leigjanda tryggingarfé að fjárhæð 50.000 kr.