Mál nr. 127/2020 úrskurður

Krafa leigusala í tryggingarfé leigjanda.

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning þann 1. maí 2018. Við upphaf leigutíma lagði leigjandi fram ábyrgðartryggingu að fjárhæð 1.050.000 kr. Við upphaf og lok leigutíma var íbúðin tekin út af Tryggja ehf. Við leigulok gerði leigusali kröfu í ábyrgðatrygginguna að fjárhæð 715.000 kr. vegna skemmda á hinu leigða. Leigjandi hafnaði öllum kröfum en bauð fram 85.000 kr. til að ljúka málinu.

Kærunefndin rakti að leigjandi eigi að skila af sér leiguhúsnæði í sama ástandi og hann tók við því. Við upphaf og lok leigutíma hafi vissulega farið fram úttekt en ekkert skriflegt lá fyrir um ástand eignarinnar. Gæti leigusali því ekki byggt kröfu sína á úttekt þar sem engin gögn lágu fyrir. Telur nefndin því að úttekt hafi ekki verið gerð í samræmi við 1. mgr. 69. gr. húsaleigulaga. Nefndin hafnaði kröfu leigusala og benti á að boð leigjanda um að ljúka málinu með greiðslu 85.000 kr. hafi verið setta fram til að ná samkomulagi en ekki sem viðurkenning á bótaskyldu.

Niðurstaða: Kröfu leigusala um að henni væri heimilt að ganga að tryggingu leigjanda var hafnað.

Leigjendaaðstoðin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar vistaðar!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á leigjendur.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur